Hrós handa ófrískum konum Sigga Dögg skrifar 23. maí 2013 12:45 Nordicphotos/getty „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Sigga Dögg Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg.
Sigga Dögg Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira