Ferskir og mjúkir vindar úr fortíðinni Freyr Bjarnason skrifar 23. maí 2013 06:00 daft punk Hljómsveitin Daft Punk hefur gefið út plötuna Random Access Memories.nordicphotos/getty F08220513 daft punk nordicphotos/getty Frönsku rafpoppararnir í Daft Punk hafa komið eins og stormsveipur inn í tónlistarheiminn með sinni nýjustu plötu, Random Access Memories, heilum átta árum eftir að síðasta hljóðversplata, Human After All, kom út. Auglýsingaherferðin til að kynna plötuna virðist hafa gengið fullkomlega upp en fyrst og fremst var það smáskífulagið vinsæla Get Lucky með Pharrell Williams sem setti tóninn. Þeir Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo úr Daft Punk byrjuð að prufa sig áfram með nýtt efni er þeir voru vinna að tónlistinni við kvikmyndina Tron: Legacy. Þeir voru óánægðir með prufuupptökurnar sem þeir gerðu, þar sem hljóðgervlar voru áberandi, og ákváðu í staðinn að notast við hefðbundin „lifandi“ hljóðfæri. Til þess réðu þeir til sín í fyrsta sinn hljóðversspilara til að vinna með sér, þar á meðal trommara. Einnig vildu þeir takmarka notkun „sampla“ og notuðu þau eingöngu í lokalaginu Contact. Þeir vildu búa til heildstætt verk sem færi með hlustandann í ferðalag og ákváðu að sækja í sarp áttunda og níunda áratugarins hvað varðar hljóm og upptökutækni. Fleiri gestir voru fengnir til að leggja sitt af mörkum, þar á meðal Panda Bear, Julian Casablancas úr The Strokes, Chilly Gonzales, Paul Williams og Nile Rodgers, auk Pharrells Williams. Útkoman er blanda af eldri tónlist á borð við diskó, progg og fönk í bland við nútímadanstónlist. Síendurteknu taktarnir eru fjarverandi og í staðinn er hljómurinn orðinn meira lifandi og mýkri en áður og ekki eins vélrænn. Gagnrýnendur hafa tekið Random Access Memories fagnandi og greinilegt að Daft Punk hefur snúið aftur með stæl eftir langa fjarveru. Q gefur henni fullt hús stiga eða fimm stjörnur og NME gefur henni einnig fullt hús, eða 10 af 10 mögulegum. Pitchfork gefur henni 8,8 af 10 og The Guardian, Rolling Stone og The Independent fjórar stjörnur af fimm. Óvíst er hvort Daft Punk fari í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir. „Af nokkrum ástæðum höfum við ekki áhuga á tónleikaferð akkúrat núna. Við erum nýbúnir að eyða fimm árum í þessa plötu þar sem við reyndum að blása lífi aftur í listina við að hljóðrita,“ sagði umboðsmaður þeirra, Paul Hahn, í viðtali við BBC Radio 1. „Við viljum að þessi plata hafi menningarleg og listræn áhrif.“ Um vélmennaútlit Daft Punk segir Thomas Bangalter í viðtali við Rolling Stone: „Við höfum áhuga á línunni á milli skáldskapar og veruleika og að búa til þessar skálduðu persónur sem eru til í raun og veru. Við viljum einnig tengja tónlist Daft Punk við hið sjónræna og glyskennda popp sem Kraftwerk, Ziggy Stardust og Kiss eru þekkt fyrir. Fólk hélt að hjálmarnir væru markaðstæki en okkur fannst þeir frekar vera vísindaskáldskapar-glys.“ Guy Manuel de Homem-Christo segir ágætt að vera ekki áberandi sjálfur og því sé gott að vera með hjálmana. „Við erum ekki skemmtikraftar, við erum ekki fyrirsætur. Mannkynið hefði ekki gaman af því að sjá útlínur okkar en fólki finnst vélmennin áhugaverð.“ Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Frönsku rafpoppararnir í Daft Punk hafa komið eins og stormsveipur inn í tónlistarheiminn með sinni nýjustu plötu, Random Access Memories, heilum átta árum eftir að síðasta hljóðversplata, Human After All, kom út. Auglýsingaherferðin til að kynna plötuna virðist hafa gengið fullkomlega upp en fyrst og fremst var það smáskífulagið vinsæla Get Lucky með Pharrell Williams sem setti tóninn. Þeir Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo úr Daft Punk byrjuð að prufa sig áfram með nýtt efni er þeir voru vinna að tónlistinni við kvikmyndina Tron: Legacy. Þeir voru óánægðir með prufuupptökurnar sem þeir gerðu, þar sem hljóðgervlar voru áberandi, og ákváðu í staðinn að notast við hefðbundin „lifandi“ hljóðfæri. Til þess réðu þeir til sín í fyrsta sinn hljóðversspilara til að vinna með sér, þar á meðal trommara. Einnig vildu þeir takmarka notkun „sampla“ og notuðu þau eingöngu í lokalaginu Contact. Þeir vildu búa til heildstætt verk sem færi með hlustandann í ferðalag og ákváðu að sækja í sarp áttunda og níunda áratugarins hvað varðar hljóm og upptökutækni. Fleiri gestir voru fengnir til að leggja sitt af mörkum, þar á meðal Panda Bear, Julian Casablancas úr The Strokes, Chilly Gonzales, Paul Williams og Nile Rodgers, auk Pharrells Williams. Útkoman er blanda af eldri tónlist á borð við diskó, progg og fönk í bland við nútímadanstónlist. Síendurteknu taktarnir eru fjarverandi og í staðinn er hljómurinn orðinn meira lifandi og mýkri en áður og ekki eins vélrænn. Gagnrýnendur hafa tekið Random Access Memories fagnandi og greinilegt að Daft Punk hefur snúið aftur með stæl eftir langa fjarveru. Q gefur henni fullt hús stiga eða fimm stjörnur og NME gefur henni einnig fullt hús, eða 10 af 10 mögulegum. Pitchfork gefur henni 8,8 af 10 og The Guardian, Rolling Stone og The Independent fjórar stjörnur af fimm. Óvíst er hvort Daft Punk fari í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir. „Af nokkrum ástæðum höfum við ekki áhuga á tónleikaferð akkúrat núna. Við erum nýbúnir að eyða fimm árum í þessa plötu þar sem við reyndum að blása lífi aftur í listina við að hljóðrita,“ sagði umboðsmaður þeirra, Paul Hahn, í viðtali við BBC Radio 1. „Við viljum að þessi plata hafi menningarleg og listræn áhrif.“ Um vélmennaútlit Daft Punk segir Thomas Bangalter í viðtali við Rolling Stone: „Við höfum áhuga á línunni á milli skáldskapar og veruleika og að búa til þessar skálduðu persónur sem eru til í raun og veru. Við viljum einnig tengja tónlist Daft Punk við hið sjónræna og glyskennda popp sem Kraftwerk, Ziggy Stardust og Kiss eru þekkt fyrir. Fólk hélt að hjálmarnir væru markaðstæki en okkur fannst þeir frekar vera vísindaskáldskapar-glys.“ Guy Manuel de Homem-Christo segir ágætt að vera ekki áberandi sjálfur og því sé gott að vera með hjálmana. „Við erum ekki skemmtikraftar, við erum ekki fyrirsætur. Mannkynið hefði ekki gaman af því að sjá útlínur okkar en fólki finnst vélmennin áhugaverð.“
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira