Ný söngleikjadeild stofnuð Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 15:00 Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð kenna söngleikjafræði. „Við erum mjög spennt fyrir að koma þessu á fót hérna,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur stofnað söngleikjadeild og verður inntökupróf haldið 21. maí næstkomandi. Kennarar verða Þór, Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Saman hafa þau áralanga reynslu af söng og leik á sviði bæði á Íslandi og í alþjóðlegum söngleikjum. Í skólanum verður farið yfir söngleiki og söngleikjatengda tónlist. Teknir verða fyrir Disney-söngleikir og söngleikjamyndir, revíur og fyrir jólin verða söngleikjatengd jólalög sungin. Eftir áramót verður svo settur upp söngleikur með nemendunum. „Íslendingar eru tónelskir en söngleikir hafa kannski ekki haft beinan fókus í þessu formi á Íslandi. Þetta er svolítið nýtt. Við erum tvö þarna, við Valgerður, og svo reynsluboltinn Jóhanna. Við erum rosalega spennt fyrir þessu og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ segir Þór en viðmiðunaraldur er 17 ár. Skráning í söngleikjadeildina fer fram á songskoli@vortex.is og Rvk.is. Frekari upplýsingar verða birtar á Songskoli.is. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum mjög spennt fyrir að koma þessu á fót hérna,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur stofnað söngleikjadeild og verður inntökupróf haldið 21. maí næstkomandi. Kennarar verða Þór, Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Saman hafa þau áralanga reynslu af söng og leik á sviði bæði á Íslandi og í alþjóðlegum söngleikjum. Í skólanum verður farið yfir söngleiki og söngleikjatengda tónlist. Teknir verða fyrir Disney-söngleikir og söngleikjamyndir, revíur og fyrir jólin verða söngleikjatengd jólalög sungin. Eftir áramót verður svo settur upp söngleikur með nemendunum. „Íslendingar eru tónelskir en söngleikir hafa kannski ekki haft beinan fókus í þessu formi á Íslandi. Þetta er svolítið nýtt. Við erum tvö þarna, við Valgerður, og svo reynsluboltinn Jóhanna. Við erum rosalega spennt fyrir þessu og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ segir Þór en viðmiðunaraldur er 17 ár. Skráning í söngleikjadeildina fer fram á songskoli@vortex.is og Rvk.is. Frekari upplýsingar verða birtar á Songskoli.is.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira