Bíó Stígur Helgason skrifar 15. mars 2013 06:00 Það var ekki beint þannig að hún hefði snert við mínum innstu hjartastrengjum, myndin sem ég sá í bíó um liðna helgi. Mér fannst hún meira að segja frekar óeftirminnileg og klisjukennd vella – einslags dulbúið AA-sjálfshjálparmyndband – þótt Denzel Washington stæði sig að vanda með prýði í hlutverki Denzels Washington. Myndin fjallar um flugstjóra sem vinnur ævintýralegt þrekvirki þegar hann nauðlendir þotu við vonlausar aðstæður sem hann á enga sök á. Hann mildar afleiðingarnar af óhjákvæmilegu – þegar orðnu – stórslysi með snarræði sínu og útsjónarsemi. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að flugstjórinn var í annarlegu ástandi þegar hann vann þrekvirkið – honum fannst svo gaman að vera flugstjóri að hann flaug of hátt, ef svo má segja, og (varúð: ég ætla að eyðileggja endinn) allt leiðir þetta til þess að í lok myndarinnar er honum refsað fyrir ruglið – réttilega mundi einhver segja – og honum kippt úr umferð í nokkur ár. Gott ef hann sér ekki fram á það í bláendann að þurfa að eyða fjórum árum í útlegð. Það væri auðveldara en að stela sleikjó af kornabarni í mogadonvímu að draga upp samlíkingu á milli þessa flugstjóra og ríkisstjórnar Íslands, þannig að ég ætla bara að leyfa ykkur að sjá um það sjálf. En þessi hugrenningatengsl leiddu mig á enn yfirborðskenndari slóðir og ég varð allt í einu smeykur. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að fimm flokkar muni ná mönnum á þing vor – í stærðarröð eftir því hversu hægrisinnaðir þeir eru. Hálfu fimmta ári eftir hrun finnst okkur samfélagslegu innviðirnir hafa drabbast svo agalega niður að við treystum flokkum betur eftir því sem þeir eru minna samfélagslega sinnaðir. Einhver gæti sagt að það bæri rökhugsun okkar frekar ófagurt vitni. Fjórum árum eftir að almenningur hrakti hrunstjórnina frá völdum ætlar hann að kjósa fólkið sem heldur enn fram – í fullri alvöru að því er virðist – gölnum samsæriskenningum um að Búsáhaldabyltingin hafi verið hönnuð á flokksskrifstofum. Við ætlum að kjósa fólkið sem kaus að hlusta ekki á viðvörunarorð um að Kárahnjúkavirkjun mundi drepa allt líf í Lagarfljóti. Ef ég hefði ákveðið að vinna með líkinguna við SÁÁ-áróðurinn sem ég sá í bíó – sem ég gerði ekki – þá mundi ég núna gefa í skyn að við værum fallin. Þess í stað segi ég bara: Mér leiðist þetta. Jafnvel meira en myndin um breyska flugstjórann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það var ekki beint þannig að hún hefði snert við mínum innstu hjartastrengjum, myndin sem ég sá í bíó um liðna helgi. Mér fannst hún meira að segja frekar óeftirminnileg og klisjukennd vella – einslags dulbúið AA-sjálfshjálparmyndband – þótt Denzel Washington stæði sig að vanda með prýði í hlutverki Denzels Washington. Myndin fjallar um flugstjóra sem vinnur ævintýralegt þrekvirki þegar hann nauðlendir þotu við vonlausar aðstæður sem hann á enga sök á. Hann mildar afleiðingarnar af óhjákvæmilegu – þegar orðnu – stórslysi með snarræði sínu og útsjónarsemi. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að flugstjórinn var í annarlegu ástandi þegar hann vann þrekvirkið – honum fannst svo gaman að vera flugstjóri að hann flaug of hátt, ef svo má segja, og (varúð: ég ætla að eyðileggja endinn) allt leiðir þetta til þess að í lok myndarinnar er honum refsað fyrir ruglið – réttilega mundi einhver segja – og honum kippt úr umferð í nokkur ár. Gott ef hann sér ekki fram á það í bláendann að þurfa að eyða fjórum árum í útlegð. Það væri auðveldara en að stela sleikjó af kornabarni í mogadonvímu að draga upp samlíkingu á milli þessa flugstjóra og ríkisstjórnar Íslands, þannig að ég ætla bara að leyfa ykkur að sjá um það sjálf. En þessi hugrenningatengsl leiddu mig á enn yfirborðskenndari slóðir og ég varð allt í einu smeykur. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að fimm flokkar muni ná mönnum á þing vor – í stærðarröð eftir því hversu hægrisinnaðir þeir eru. Hálfu fimmta ári eftir hrun finnst okkur samfélagslegu innviðirnir hafa drabbast svo agalega niður að við treystum flokkum betur eftir því sem þeir eru minna samfélagslega sinnaðir. Einhver gæti sagt að það bæri rökhugsun okkar frekar ófagurt vitni. Fjórum árum eftir að almenningur hrakti hrunstjórnina frá völdum ætlar hann að kjósa fólkið sem heldur enn fram – í fullri alvöru að því er virðist – gölnum samsæriskenningum um að Búsáhaldabyltingin hafi verið hönnuð á flokksskrifstofum. Við ætlum að kjósa fólkið sem kaus að hlusta ekki á viðvörunarorð um að Kárahnjúkavirkjun mundi drepa allt líf í Lagarfljóti. Ef ég hefði ákveðið að vinna með líkinguna við SÁÁ-áróðurinn sem ég sá í bíó – sem ég gerði ekki – þá mundi ég núna gefa í skyn að við værum fallin. Þess í stað segi ég bara: Mér leiðist þetta. Jafnvel meira en myndin um breyska flugstjórann.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun