Tónleikarnir hluti af háskólanáminu Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Frá vinstri: Jóhann Páll Jónsson, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Bergþóra Sveinsdóttir. fréttablaðið/pjetur Hljómsveitirnar Robert the Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á styrktartónleikum fyrir Geðhjálp sem verða haldnir á Kexi hosteli á föstudaginn. Skipuleggjendur eru Bergþóra Sveinsdóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Jóhann Páll Jónsson, nemar við Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau eru í faginu viðburðastjórnun og er eitt verkefnið að halda einhvers konar viðburð. Geðhjálp völdu þau vegna þess að þar finnst þeim vera þarft og gott starf í gangi sem kemur öllum við, á beinan eða óbeinan hátt. Samtökin eru til húsa við Túngötu. „Það er búin að vera mikil umræða í gangi í samfélaginu um þetta málefni og það vantar fleiri úrræði fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Bergþóra. Henni líst vel á tónleikana á föstudaginn. Systir Bergþóru, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er einmitt söngkona í Robert the Roommate. „Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og ég vona að sem flestir mæti. Þetta er mjög mikilvægt málefni.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.30. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitirnar Robert the Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á styrktartónleikum fyrir Geðhjálp sem verða haldnir á Kexi hosteli á föstudaginn. Skipuleggjendur eru Bergþóra Sveinsdóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Jóhann Páll Jónsson, nemar við Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau eru í faginu viðburðastjórnun og er eitt verkefnið að halda einhvers konar viðburð. Geðhjálp völdu þau vegna þess að þar finnst þeim vera þarft og gott starf í gangi sem kemur öllum við, á beinan eða óbeinan hátt. Samtökin eru til húsa við Túngötu. „Það er búin að vera mikil umræða í gangi í samfélaginu um þetta málefni og það vantar fleiri úrræði fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Bergþóra. Henni líst vel á tónleikana á föstudaginn. Systir Bergþóru, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er einmitt söngkona í Robert the Roommate. „Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og ég vona að sem flestir mæti. Þetta er mjög mikilvægt málefni.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.30.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira