Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós. Samstarfsmenn hans eru upptökustjórarnir Timbaland og Jerome „J-Roc" Harmon, sem báðir hafa unnið með honum áður, auk þess sem rapparinn Jay-Z syngur með honum í fyrsta smáskífulaginu, Suit & Tie. Platan er sú fyrsta frá Timberlake síðan hann færði sig um set frá Jive Records yfir til RCA Records. FutureSex/LoveSounds kom út 2006 og hitti í mark bæði hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugamönnum. Sex smáskífulög voru gefin út þar á meðal SexyBack, My Love og What Goes Around…Comes Around. Eftir að Timberlake lauk tónleikaferð sinni um heiminn til að fylgja henni eftir 2007 tók hann sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að leiklistinni. Einnig stofnaði hann útgáfufyrirtækið Tenman Records og var gestasöngvari í nokkrum lögum, þar á meðal 4 Minutes með Madonnu og Carry Out með Timbaland. Árið 2011 keypti popparinn, ásamt fyrirtækinu Specific Media Group, vefsíðuna Myspace í von um að hefja hana til vegs og virðingar á nýjan leik. Hann hefur því langt því frá setið auðum höndum þess sjö ár, þrátt fyrir að aðdáendur hans um heim allan hafi beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist frá honum í allt of langan tíma að þeirra mati. Timberlake ætlar í tónleikaferð um Norður-Ameríku í sumar undir yfirskriftinni The Legends of the Summer ásamt Jay-Z og verða þeir fyrstu í Toronto 17. júlí. Skömmu áður, eða 12. júlí, spilar hann á Wireless Festival í Bretlandi, en stutt er síðan hann kom fram á Brit-hátíðinni í London við góðar undirtektir. Popparinn nýtur mikillar hylli á Bretlandseyjum og fór nýjasta smáskífulagið hans, Mirrors, á toppinn á breska smáskífulistanum fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira