Syngur um hvernig það er að vera kona Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2013 12:30 Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. nordicphotos/getty Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona". Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi hennar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan hét Caroline"s A Victim sem var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhaldinu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlistarmaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítarleikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í myndunum Syrup og The Powder Room.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira