Einn af meisturunum Trausti Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Tónleikar Squarepushers eru veisla bæði fyrir augu og eyru. Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi. Sónar Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistarsprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð "drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi.
Sónar Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira