Einstakt tækifæri Trausti Júlíusson skrifar 31. janúar 2013 06:00 James Blake spilar bæði kvöldin á Sónar, fyrra kvöldið í bílageymslu Hörpu. Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið! Sónar Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sónar-hátíðin hefur verið ein af mest spennandi tónlistarhátíðum Evrópu allt frá því að hún var sett á laggirnar í Barcelona árið 1994. Hún hefur vaxið jafnt og þétt og býður nú ár hvert upp á mjög glæsilega dagskrá. Á tuttugustu Sónar-hátíðinni í sumar verða Kraftwerk og Pet Shop Boys á meðal flytjenda. En þetta er líka alþjóðleg hátíð. Síðan 2002 hefur Sónar haldið 30 hátíðir á fjölmörgum stöðum, m.a. New York, Frankfurt, Lyon, Chicago og Seúl. Hátíðir utan Barcelona eru þrjár í ár; Tókýó 6.-7. apríl, São Paulo 24.-25. maí og Reykjavík 14.-15. febrúar. Hátíðin lagar sig að aðstæðum hverju sinni. Í Reykjavík er hún minni en í Barcelona, en dagskráin er samt mjög þétt. Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu. Aðaldagskráin verður í Silfurbergi og Norðurljósum, en báða dagana verður líka tónlist á tveimur öðrum stöðum í húsinu; í bílakjallara og á opnu svæði með útsýni til hafs. Það eru tæp 50 nöfn á dagskránni, u.þ.b. einn þriðji þeirra erlendur. Sónar leggur mesta áherslu á raf- og danstónlist og hátíðin hér er engin undantekning, þó að fjölbreytnin sé mikil. Alva Noto og Ryuichi Sakamoto, Squarepusher, Modeselektor, James Blake, Trentemöller og LFO eru stærstu erlendu nöfnin, en af íslenskum má nefna Mugison, GusGus, Hjaltalín, Retro Stefson, Sin Fang, Yagya og Ásgeir Trausta. Og svo er hellingur af ungum og upprennandi listamönnum. Sónar Reykjavík er frábær hugmynd. Tímasetningin er pottþétt. Í febrúar er ekkert að gerast í tónlist í Reykjavík að öllu jöfnu og þess vegna tilvalið að slá upp hátíð og lífga upp á borgina. Ég get ekki beðið!
Sónar Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“