Day-Lewis fann fyrir mikilli væntumþykju 31. janúar 2013 06:00 Einstakur forseti Daniel Day-lewis fer með hlutverk Abrahams Lincoln í kvikmynd Stevens Spielberg. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á þessum einstaka manni. Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com. Golden Globes Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com.
Golden Globes Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira