Day-Lewis fann fyrir mikilli væntumþykju 31. janúar 2013 06:00 Einstakur forseti Daniel Day-lewis fer með hlutverk Abrahams Lincoln í kvikmynd Stevens Spielberg. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á þessum einstaka manni. Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com. Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spielberg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því embætti allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þrælahalds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Bandaríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndarinnar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn karakter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntumþykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlutverk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta-verðlauna og sjö Golden Globes-verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com.
Golden Globes Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira