Seldi vínyl til að fjármagna plötuna Freyr Bjarnason skrifar 29. janúar 2013 06:00 Þórir seldi hluta af vínylsafninu sínu til að fjármagna nýja plötu.mynd/valli Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól. Aðspurður segir Þórir að vínylplöturnar hafi verið á milli 50 til 100 talsins og hann hafi selt þær áður en hann gerði útgáfusamning við Kimi Records, því til stóð að hann gæfi hana út sjálfur og til þess vantaði hann peninga. „Kimi talaði við mig þegar platan var tilbúin og ég var við það að gefa út. Þá voru þeir búnir að heyra hana og höfðu samband," segir Þórir. Hann á enn sex til sjö hundruð vínylplötur eftir í safninu sínu og segist því ekki hafa selt sínar helstu gersemar. „Þetta voru þrjú hundruð allt í allt sem ég tók til hliðar og bauð til sölu. Þetta voru góðar plötur en engir safngripir, þannig." Mælirðu með þessu fyrir aðra sem ætla að gefa út plötur? „Já, já, alveg eins og hvað annað. Menn verða að finna leiðir." Þórir hefur verið duglegur að spila erlendis í gegnum árin. Í nóvember fór hann í tveggja vikna ferð um Þýskaland sem gekk vel. Næsta haust fer hann svo aftur til Þýskalands en einnig til Frakklands, Sviss og Austurríkis. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól. Aðspurður segir Þórir að vínylplöturnar hafi verið á milli 50 til 100 talsins og hann hafi selt þær áður en hann gerði útgáfusamning við Kimi Records, því til stóð að hann gæfi hana út sjálfur og til þess vantaði hann peninga. „Kimi talaði við mig þegar platan var tilbúin og ég var við það að gefa út. Þá voru þeir búnir að heyra hana og höfðu samband," segir Þórir. Hann á enn sex til sjö hundruð vínylplötur eftir í safninu sínu og segist því ekki hafa selt sínar helstu gersemar. „Þetta voru þrjú hundruð allt í allt sem ég tók til hliðar og bauð til sölu. Þetta voru góðar plötur en engir safngripir, þannig." Mælirðu með þessu fyrir aðra sem ætla að gefa út plötur? „Já, já, alveg eins og hvað annað. Menn verða að finna leiðir." Þórir hefur verið duglegur að spila erlendis í gegnum árin. Í nóvember fór hann í tveggja vikna ferð um Þýskaland sem gekk vel. Næsta haust fer hann svo aftur til Þýskalands en einnig til Frakklands, Sviss og Austurríkis.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira