Sprengjur, ljós og læti hjá Dimmu í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 16. janúar 2013 07:00 Þungarokkararnir halda útgáfutónleika í Hörpu á fimmtudaginn. „Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira