Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana 5. janúar 2013 08:00 Harpa Fönn Sigurjónsdóttir „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira