Autoweek fjallar um Jaguar bíl Halldórs Laxness Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 08:45 Jaguar Halldórs Laxness Á heimasíðu bílatímaritsins Autoweek er nú að finna grein þar sem blaðamaður tímaritsins lýsir för sinni til Íslands að hafa uppá Jaguar bíl nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Sami blaðamaður hafði tveimur vikum áður verið á Íslandi að prófa Subaru XV Crosstrek Hybrid og hafði greinilega ekki fengið nóg af heimsóknum hingað. Í greininni segir hann að í þessu fámenna landi virðist allir þekkja alla og allir virðast stoltir af nóbelsskáldinu og um leið mærir hann mjög skáldverkið Sjálfsstætt fólk eftir Halldór. Hann hefur upp á Jaguar bíl skáldsins, sem geymdur er í vörugeymslu sem stendur, en þar eru einnig samankomnir margir gamlir og merkir bílar, þar á meðal 1946 árgerðin af Hudson Commodore leigubíl. Einnig heimsækir hann Arctic Trucks og dáist mjög af framleiðslu þeirra og svo virðist á skrifum blaðamanns að frekari umfjöllun um fyrirtækið bíði birtingar. Greinina má lesa hér. Autoweek Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent
Á heimasíðu bílatímaritsins Autoweek er nú að finna grein þar sem blaðamaður tímaritsins lýsir för sinni til Íslands að hafa uppá Jaguar bíl nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Sami blaðamaður hafði tveimur vikum áður verið á Íslandi að prófa Subaru XV Crosstrek Hybrid og hafði greinilega ekki fengið nóg af heimsóknum hingað. Í greininni segir hann að í þessu fámenna landi virðist allir þekkja alla og allir virðast stoltir af nóbelsskáldinu og um leið mærir hann mjög skáldverkið Sjálfsstætt fólk eftir Halldór. Hann hefur upp á Jaguar bíl skáldsins, sem geymdur er í vörugeymslu sem stendur, en þar eru einnig samankomnir margir gamlir og merkir bílar, þar á meðal 1946 árgerðin af Hudson Commodore leigubíl. Einnig heimsækir hann Arctic Trucks og dáist mjög af framleiðslu þeirra og svo virðist á skrifum blaðamanns að frekari umfjöllun um fyrirtækið bíði birtingar. Greinina má lesa hér. Autoweek
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent