Stærsta vél í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 13:15 Stærsta strokkvél í heimi. Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent
Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent