Kúbumenn geta loks keypt bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 10:15 Svona er bílaeign Kúbverja. Í 50 ár hefur íbúum á Kúbu verið bannað að kaupa nýja bíla, en nú hefur Raul Castro aflétt þessu banni. Þetta bann hefur orðið til þess að á Kúbu er líklega elsti og athyglisverðasti bílafloti nokkurs lands. Þó svo banninu hafi nú verið aflétt er ekki eins og götur Kúbu muni fyllast af nýjum bílum á næstu dögum. Ástæða þess er sú að afar fáir íbúar Kúbu hafa efni á að kaupa sér reiðhjól, hvað þá bíl. Svo illa er farið fyrir þessu kommúnistaríki og hætt við því að bíleigendur þar verði áfram um sinn að gera við sína 50 ára og eldri bandarísku bíla sem hanga flestir saman á límbandi og góðri trú. Engu að síður er aflétting bannsins fagnaðarefni fyrir íbúa Kúbu og aldrei að vita nema það sé með fyrstu skrefum til að færa meira frjálsræði í athafnir og viðskipti eyjaskeggja. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent
Í 50 ár hefur íbúum á Kúbu verið bannað að kaupa nýja bíla, en nú hefur Raul Castro aflétt þessu banni. Þetta bann hefur orðið til þess að á Kúbu er líklega elsti og athyglisverðasti bílafloti nokkurs lands. Þó svo banninu hafi nú verið aflétt er ekki eins og götur Kúbu muni fyllast af nýjum bílum á næstu dögum. Ástæða þess er sú að afar fáir íbúar Kúbu hafa efni á að kaupa sér reiðhjól, hvað þá bíl. Svo illa er farið fyrir þessu kommúnistaríki og hætt við því að bíleigendur þar verði áfram um sinn að gera við sína 50 ára og eldri bandarísku bíla sem hanga flestir saman á límbandi og góðri trú. Engu að síður er aflétting bannsins fagnaðarefni fyrir íbúa Kúbu og aldrei að vita nema það sé með fyrstu skrefum til að færa meira frjálsræði í athafnir og viðskipti eyjaskeggja.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent