Honda, Benz, Toyota og Lexus bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 10:30 Honda bílar halda verði sínu vel. Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent