Mazda væntir metsölu í BNA næstu 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 13:15 Mazda3 Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent
Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hinsvegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fara úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5 jepplingurinn eiga að spila stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjast bíllinn, Mazda3 að skila mestri sölu, enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðarfræði fyrirtæksins að gefa mikla afslætti af bílum sínum og frekar sætti fyrirtækið sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent