Gjaldþrot Fisker kostaði 15,8 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 10:15 Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent
Í síðustu viku kastaði bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker endanlega inn handklæðinu og óskaði eftir gjaldþrotameðferð, eða Chapter 11 bankruptcy protection, eins og það heitir þar vestra. Bandaríska ríkið hafði lagt Fisker til tæpa 16 milljarða króna í viðleitni sinni við það að styðja við rafmagnsbílaframleiðendur svo minnka megi mengun í landinu. Alllangt er síðan vandræði Fisker voru ljós og hefur fyrirtækið ekki framleitt einn einasta bíl í 18 mánuði. Sannarlega voru þeir fallegir, en seldust ekki sem skildi og því fór sem fór. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver taki upp þráðinn og haldi áfram framleiðslu bílanna og ef einhver vill leggja fé í það gæti bandaríks ríkið fengið eitthvaðaf þessari risaupphæð til baka. Er talið að verðmiði þess sé 3 milljarðar króna. Ein hugmyndin sem uppi er, er að framleiða Fisker Karma bíla með hefðbundinni V8 vél og engri aðstoð frá rafmótorum og er sú hugmynd komin frá Bob Lutz, fyrrum stjóra hjá General Motors.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent