„Mitt að sýna þjálfaranum að ég eigi heima í landsliðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2013 16:00 Arna Sif, þriðja frá hægri í fremri röð, fagnar Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
„Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira