Fórnaði eista fyrir Nissan 370Z Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 10:46 Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent
Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent