Ford Escape innkallaður í sjöunda sinn Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 11:45 Ford Escape árgerð 2013. Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent