Volkswagen í vanda í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 09:54 Volkswagen Jetta er söluhæsta bílgerð Volkswagen í Bandaríkjunum í ár. Á árunum 2009 til 2012 tókst Volkswagen að tvöfalda sölu sína í Bandaríkjunum, en salan hjá Volkswagen þar hefur nú dregist saman milli ára síðustu 7 mánuði í röð. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að bílasala í Bandaríkjunum sé sífellt að aukast. Í síðasta mánuði minnkaði sala Volkswagen um 18% þrátt fyrir að markaðurinn þar hafi vaxið. Sala Volkswagen í heildina á þessu ári hefur minnkað um 4% en heildarsalan þar vestra vaxið um 8%. Volkswagen hefur fyrir nokkru gefið út það markmið að selja 800.000 bíla á ári í Bandaríkjunum árið 2018 og er það liður í því markmiði að verða stærsti bílaframleiðandi heims og fara fram úr Toyota og GM. Það virðist nokkuð bratt markmið í ljósi þess að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur Volkswagen selt alls 342.962 bíla og ef árið allt er framreiknað yrði salan 411.554 bílar. Það þýðir að Volkswagen verður að tvöfalda söluna frá 2013 til 2018. Þar sem það tókst frá 2009 til 2012 er alls ekki hægt að afskrifa spá Volkswagen, en víst er að bakslag virðist komið í áætlanir Volkswagen vestanhafs nú í ár. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á árunum 2009 til 2012 tókst Volkswagen að tvöfalda sölu sína í Bandaríkjunum, en salan hjá Volkswagen þar hefur nú dregist saman milli ára síðustu 7 mánuði í röð. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að bílasala í Bandaríkjunum sé sífellt að aukast. Í síðasta mánuði minnkaði sala Volkswagen um 18% þrátt fyrir að markaðurinn þar hafi vaxið. Sala Volkswagen í heildina á þessu ári hefur minnkað um 4% en heildarsalan þar vestra vaxið um 8%. Volkswagen hefur fyrir nokkru gefið út það markmið að selja 800.000 bíla á ári í Bandaríkjunum árið 2018 og er það liður í því markmiði að verða stærsti bílaframleiðandi heims og fara fram úr Toyota og GM. Það virðist nokkuð bratt markmið í ljósi þess að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur Volkswagen selt alls 342.962 bíla og ef árið allt er framreiknað yrði salan 411.554 bílar. Það þýðir að Volkswagen verður að tvöfalda söluna frá 2013 til 2018. Þar sem það tókst frá 2009 til 2012 er alls ekki hægt að afskrifa spá Volkswagen, en víst er að bakslag virðist komið í áætlanir Volkswagen vestanhafs nú í ár.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira