Fimmtungur myndi hætta að keyra Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 13:15 Sjálfkeyrandi Nissan Leaf Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira