Stefnir í methagnað Toyota Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 10:30 Samsetningarverksmiðja Toyota. Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira