Í sjötta sæti á App Store Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 20:30 Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann. Leikjavísir Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann.
Leikjavísir Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira