1.700 hestafla Nissan GT-R á 402 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 10:30 Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira