Raunhæfur flugbíll Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 08:45 Henry Ford sagði árið 1940, „Takið eftir orðum mínum, en farartæki sem sameinar bíl og flugvél er handan við hornið. Þið farið örugglega að hlæja, en þetta er að fara að gerast“. Vissulega var þetta rétt hjá Henry Ford, svona farartæki eru nú til, en það eru hinsvegar liðin 73 ár síðan hann lét þessi orð falla. Langur vegur er frá að svona farartæki sé í almenningseigu, en því hyggst maður einn í Slóvakíu breyta. Hann hefur eytt 20 árum ævi sinnar í að þróa svona farartæki og í myndskeiðinu má sjá hversu vel það virkar. Flugbíll Slóvakans Stefan Klein er smíðaður úr stáli og koltrefjum og vegur aðeins 450 kíló. Vélin sem knýr hann áfram er Rotax 912. Hámarks flughraði er 200 km/klst en hámarksökuhraði er ríflega 160 km/klst. Flugþolið er 692 km, en ef hann er á hjólunum kemst hann 500 km. Ekki fylgir sögunni hvað farartækið kemur til með að kosta. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Henry Ford sagði árið 1940, „Takið eftir orðum mínum, en farartæki sem sameinar bíl og flugvél er handan við hornið. Þið farið örugglega að hlæja, en þetta er að fara að gerast“. Vissulega var þetta rétt hjá Henry Ford, svona farartæki eru nú til, en það eru hinsvegar liðin 73 ár síðan hann lét þessi orð falla. Langur vegur er frá að svona farartæki sé í almenningseigu, en því hyggst maður einn í Slóvakíu breyta. Hann hefur eytt 20 árum ævi sinnar í að þróa svona farartæki og í myndskeiðinu má sjá hversu vel það virkar. Flugbíll Slóvakans Stefan Klein er smíðaður úr stáli og koltrefjum og vegur aðeins 450 kíló. Vélin sem knýr hann áfram er Rotax 912. Hámarks flughraði er 200 km/klst en hámarksökuhraði er ríflega 160 km/klst. Flugþolið er 692 km, en ef hann er á hjólunum kemst hann 500 km. Ekki fylgir sögunni hvað farartækið kemur til með að kosta.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent