Suzuki SX4 S-CROSS fær 5 stjörnur í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 10:30 Nýi Suzuki SX4 S-CROSS jepplingurinn er í hópi öruggustu bíla í Evrópu, samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu árekstrarkönnun Euro NCAP.Hann fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, og var meðal stigahæstu bíla sem fengu 5 stjörnur í prófuninni.SX4 S-CROSS kom sérstaklega vel út úr þeim þætti prófunarinnar sem snýr að öryggi gangandi vegfarenda. Hann fékk hámarkseinkunn í þessum nýja þætti í prófun Euro NCAP sem fyrst var framkvæmdur á þessu ári. Í prófun Euro NCAP er nú gefin ein stjarna fyrir heildarútkomu og hámarkseinkunn er 5 stjörnur. Fjöldi stjarna endurspeglar árangurbílsins á fjórum sviðum, þ.e. vernd fyrir fullorðna farþega, börn, vegfarendur og öryggisstoðkerfi.Yfirbygging og öryggisbúnaður fyrir farþega í SX4 S-CROSS bjóða upp á hámarksvernd í hættulegum akstursaðstæðum sem upp kunna að koma. Bíllinn er hannaður til að uppfylla núgildandi og væntanlega öryggisstaðla. Nýr SX4 S-CROSS er með svonefndri TECT-tækni Suzuki, (Total Effective Control Technology), sem felur í sér lága þyngd og aflögunarhæfni sem dregur úr áhrifum áreksturs á farþegarýmið. Yfirgripsmikil notkun á þanþolnu hástyrktarstáli í lykilþáttum yfirbyggingarinnar draga úrþyngd hennar og auka árekstursþol bílsins umtalsvert. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýi Suzuki SX4 S-CROSS jepplingurinn er í hópi öruggustu bíla í Evrópu, samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu árekstrarkönnun Euro NCAP.Hann fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, og var meðal stigahæstu bíla sem fengu 5 stjörnur í prófuninni.SX4 S-CROSS kom sérstaklega vel út úr þeim þætti prófunarinnar sem snýr að öryggi gangandi vegfarenda. Hann fékk hámarkseinkunn í þessum nýja þætti í prófun Euro NCAP sem fyrst var framkvæmdur á þessu ári. Í prófun Euro NCAP er nú gefin ein stjarna fyrir heildarútkomu og hámarkseinkunn er 5 stjörnur. Fjöldi stjarna endurspeglar árangurbílsins á fjórum sviðum, þ.e. vernd fyrir fullorðna farþega, börn, vegfarendur og öryggisstoðkerfi.Yfirbygging og öryggisbúnaður fyrir farþega í SX4 S-CROSS bjóða upp á hámarksvernd í hættulegum akstursaðstæðum sem upp kunna að koma. Bíllinn er hannaður til að uppfylla núgildandi og væntanlega öryggisstaðla. Nýr SX4 S-CROSS er með svonefndri TECT-tækni Suzuki, (Total Effective Control Technology), sem felur í sér lága þyngd og aflögunarhæfni sem dregur úr áhrifum áreksturs á farþegarýmið. Yfirgripsmikil notkun á þanþolnu hástyrktarstáli í lykilþáttum yfirbyggingarinnar draga úrþyngd hennar og auka árekstursþol bílsins umtalsvert.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira