Opel setur 12 heimsmet Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 11:30 Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira