Sjálfvirk bensínáfylling Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 09:32 Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira