Sjálfvirk bensínáfylling Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 09:32 Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent