Japanskir bílar enn áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 08:45 Toyota bílar í röðum Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent