Fyrsta auglýsingin fyrir PlayStation 4 Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. október 2013 11:48 Svona mun nýja PlayStation 4 leikjatölvan líta út. MYND/SONY Fyrsta auglýsingin fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna hefur litið dagsins ljós. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember næstkomandi og er ríkir talsverð eftirvænting meðal leikjatölvuunnenda. Lagið 'Perfect Day' með bresku hljómsveitinni Velvet Underground ómar undir í auglýsingunni þar sem tveir karlmenn berjast, þeysast á kappakstursbílum og skjóta hvorn annan líkt og í vinsælum tölvuleikjum. Auglýsingin á að sýna fram á þá möguleika sem felast í netspilun með nýju PlayStation 4 tölvunni. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember í Bandaríkjunum en 29. nóvember í Evrópu. Búist er við hörðum slag á leikjatölvumarkaði á næstu misserum því Xbox One leikjatölvan kemur út þann 22. nóvember næstkomandi. Leikjavísir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Fyrsta auglýsingin fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna hefur litið dagsins ljós. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember næstkomandi og er ríkir talsverð eftirvænting meðal leikjatölvuunnenda. Lagið 'Perfect Day' með bresku hljómsveitinni Velvet Underground ómar undir í auglýsingunni þar sem tveir karlmenn berjast, þeysast á kappakstursbílum og skjóta hvorn annan líkt og í vinsælum tölvuleikjum. Auglýsingin á að sýna fram á þá möguleika sem felast í netspilun með nýju PlayStation 4 tölvunni. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember í Bandaríkjunum en 29. nóvember í Evrópu. Búist er við hörðum slag á leikjatölvumarkaði á næstu misserum því Xbox One leikjatölvan kemur út þann 22. nóvember næstkomandi.
Leikjavísir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira