Sprenging í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 08:45 Maserati Ghibli Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið. Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent
Ítalski bílasmiðurinn Maserati var langt frá því í góðum málum í fyrra, en þá seldi fyrirtækið aðeins 6.300 bíla. Ákveðið var að blása til sóknar og tilkynnti Maserati að það ætlaði að selja 50.000 bíla strax árið 2015. Mikið var hlegið að þessum bjartsýnistilburðum. Sá hlátur hefur aðeins hljóðnað nú því Maserati hafa borist 22.500 pantanir á þessu ári og það aðeins að lokum septembermánaðar. Aðeins er um að ræða pantanir í þrjár gerðir bíla sem Maserati framleiðir nú, GranTurismo, Quattroporte og hinn glænýja Ghibli. Quttroporte er þeirra vinsælastur nú með 10.000 pantanir, Ghibli með 8.000 og GranTurismo með 5.000. Maserati er með fleiri bílgerðir á prjónunum og ef þær líka eins vel er aldrei að vita hvort fyrirtækið nær bara ekki markmiðum sínum. Maserati planleggur að kynna nýjan jeppling sem fengið hefur nafnið Levante á árinu 2015 og stjórnendur Maserati áætla að hann muni seljast í 25.000 eintökum það árið.
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent