Söluhæsti bíll Noregs er Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 12:45 Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent