BMW 2 leysir af BMW 1 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 13:15 BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent
BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent