Audi vill hreyfanleg stefnuljós til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 10:30 Stefnuljósin kvikna í hreyfanlegri línu í beygjuátt. Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent