Svona hættulegur er Nurburgring Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 12:45 Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent