Volkswagen XL1 fær vél úr Ducati mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 08:45 Volkswagen XL1. Eins líters bíll Volkswagen, XL1, sem fyrirtækið er um það bil að afhenda fyrstu eintök af til eigenda sinna er einn sparneytnasti bíll heims. Hann eyðir aðeins 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og slær við upphaflega markmiðinu með smíði bílsins, að framleiða bíl sem eyðir 1 lítra á hverja hundrað kílómetra. Sá bíll er með 47 hestafla tveggja strokka vél og 27 hestafla rafmótor að auki. Volkswagen ætlar greinilega ekki að bjóða hann eingöngu í þessari útfærslu því á leiðinni er XL1 með 195 hestafla mótorhjólamótor sem fenginn er frá Ducati. Þannig vill til að Volkswagen þarf ekki að leita yfir lækinn til að fá þessa vél frá Ducati, því ítalski mótorhjólaframleiðandinn er í eigu Volkswagen. Þessi öflugi mótor Ducati er með 1.199 cc sprengirými og snýst uppí 11.500 snúninga á mínútu. Þessi mótor hefur verið notaður í Ducati Panigale ofurhjólið og ætti að duga þessum smáa og létta XL1 vel á sprettinum. Með því að losna við þungar rafhlöðurnar og fá í staðinn þennan létta mótor ætti þessi bíll að verða alger raketta. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Eins líters bíll Volkswagen, XL1, sem fyrirtækið er um það bil að afhenda fyrstu eintök af til eigenda sinna er einn sparneytnasti bíll heims. Hann eyðir aðeins 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og slær við upphaflega markmiðinu með smíði bílsins, að framleiða bíl sem eyðir 1 lítra á hverja hundrað kílómetra. Sá bíll er með 47 hestafla tveggja strokka vél og 27 hestafla rafmótor að auki. Volkswagen ætlar greinilega ekki að bjóða hann eingöngu í þessari útfærslu því á leiðinni er XL1 með 195 hestafla mótorhjólamótor sem fenginn er frá Ducati. Þannig vill til að Volkswagen þarf ekki að leita yfir lækinn til að fá þessa vél frá Ducati, því ítalski mótorhjólaframleiðandinn er í eigu Volkswagen. Þessi öflugi mótor Ducati er með 1.199 cc sprengirými og snýst uppí 11.500 snúninga á mínútu. Þessi mótor hefur verið notaður í Ducati Panigale ofurhjólið og ætti að duga þessum smáa og létta XL1 vel á sprettinum. Með því að losna við þungar rafhlöðurnar og fá í staðinn þennan létta mótor ætti þessi bíll að verða alger raketta.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira