Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór/KA 1-5 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 11. september 2013 08:06 mynd/valli Þór/KA slátraði Breiðablik, 1-5, í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspynu á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir sem gáfu tóninn. ÞÓR/KA komst í nokkur ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Ber þar helst að nefna færið sem Mateja Zver fékk á 5. mínútu eftir skelfileg mistök hjá markmanni Blika. Hún fékk boltann óvænt en skot hennar var framhjá. Eftir góða pressu frá Norðanstúlkum á fyrstu tíu mínútum leiksins tók Breiðablik til sinna ráða. Heimastúlkur óðu hreinlega í færum sem Victoria markmaður ÞÓRS/KA bjargað ofti á löngum köflum. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu heimastúlkna á 18. mínútu. Greta Mjöll Samúelsdóttir tók þá hornspyrnu frá hægri sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skallar aftur fyrir sig og í netið. Virkilega vel gert hjá Þórdísi Hrönn. Eftir markið hélt Breiðablik pressunni áfram að marki gestanna en náðu ekki að skora. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks komust Norðanstúlkur aftur inn í leikinn. Þær náðu að jafna leikinn á 45. mínútu. Sandra María Jessen átti þá þrumuskot sem Mist ver út í teiginn hægra megin. Kayla June Grimsley nær frákastinu og sendir boltann út í teiginn þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kemur á ferðinni og skorar. Staðan var jöfn, 1-1, eftir fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu gestirnir af miklum krafti og komust yfir, 1-2, á 59. mínútu. Þar var að verki Sandra Jessen eftir góða sendingu frá Mateja Zver. Sandra var svo aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna og skoraði þriðja mark Þórs/KA á 62. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárfína sendingu inn í teig og Sandra réttur maður á réttum stað og skallar boltann inn. Skyndilega voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu og virkuðu mun frískari að sjá. Breiðablik var meira með boltann en ÞÓR/KA skapaði sér mun fleiri færi. Norðanstúlkur voru ekki hættar að skora og Mateja Zver skoraði fjórða mark ÞÓRS/KA eftir góða sendingu frá Katrínu. Mateja launaði Katrínu strax með sendingu tveimur mínútum seinna. Góð sending inn á teig og Katrín renndi boltanum framhjá Ástu í markinu. Staðan orðin 1-5 eftir 81 mínútu og róðurinn orðinn erfiður fyrir heimastúlkur í Breiðablik. Lengra komust þær ekki og Þór/KA sigraði sanngjarnt 1-5 og taka stigin þrjú.Jóhann: Gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni „Ég er gríðarlega ánægður með liðið og í raun bara montinn að vera þjálfari þess núna,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, gríðarlega sáttur eftir leikinn. „Þetta small svona hjá okkur í dag. Við höfum mætt með öll hráefnin í leikina hjá okkur í sumar en einhvern veginn ekki verið að mixast þetta rétt saman hjá okkur. En þetta gekk 100% upp hjá okkur í dag en mér finnst að við hefðum átt að gera þetta oftar í sumar miðað við það sem við höfum lagt í leikina,“ sagði Jóhann og bætti við. „Við prófuðum í rauninni ekkert nýtt kannski er þetta meira að ganga upp þar sem við höfum að engu að keppa í deildinni. En vissilega er þetta gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni, tala nú ekki um ef við vinnum leikinn á laugardaginn líka,“ sagði Húsvíkingurinn að lokum.Hlynur: Seinni hálfleikur var hrein hörmung „Tilfinningin er ekki góð eftir svona leik. 1-5 lítur afskaplega illa út fyrir okkur,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Blika eftir leikinn. „Við byrjuðum vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var hrein hörmung. Það var röð mistaka í jöfnunamarkinu hjá þeim í blálokin á fyrri hálfleiknum. Markmaðurinn okkar fékk högg nokkrum mínútum áður og gerði því ekki nægilega vel í því marki skiljanlega. „Leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef við höfðu farið með forystu inn í hálfleikinn. En það þýðir ekki að tala um það þar sem seinni hálfleikur var skelfilegur hjá okkur," sagði Hlynur ósáttur í lokin.Katrín: Við stelpurnar höfum verið að tala saman Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði virkilega vel fyrir sitt lið og skoraði tvö mörk og lagði annað upp. „Þetta var mjög sætt, sérstaklega þar sem við töpuðum í bikarúrslitum á móti þeim“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir leikinn. „Við erum ekki búnar að gera góða hluti í sumar. Við stelpurnar höfum verið að tala saman til þess að reyna að bæta okkar leik. Þetta er síðan smella hjá okkur núna sem er allt of seint. Vonandi náum við samt að vinna ÍBV á laugardaginn og fylgja þessu eftir,“ sagði Katrín. Þú fannst þig virkilega vel í þessum leik? „Já, ég fann mig mjög vel í þessum leik. Ég var að spila á miðjunni og hef verið að finna mig betur þar heldur en frammi. Þegar ég er á miðjunni er ég meira í takt við leikinn og meira inn í spilinu,“ sagði Katrín í lokin og glotti við tönn.mynd/valli Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Þór/KA slátraði Breiðablik, 1-5, í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspynu á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir sem gáfu tóninn. ÞÓR/KA komst í nokkur ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Ber þar helst að nefna færið sem Mateja Zver fékk á 5. mínútu eftir skelfileg mistök hjá markmanni Blika. Hún fékk boltann óvænt en skot hennar var framhjá. Eftir góða pressu frá Norðanstúlkum á fyrstu tíu mínútum leiksins tók Breiðablik til sinna ráða. Heimastúlkur óðu hreinlega í færum sem Victoria markmaður ÞÓRS/KA bjargað ofti á löngum köflum. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu heimastúlkna á 18. mínútu. Greta Mjöll Samúelsdóttir tók þá hornspyrnu frá hægri sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skallar aftur fyrir sig og í netið. Virkilega vel gert hjá Þórdísi Hrönn. Eftir markið hélt Breiðablik pressunni áfram að marki gestanna en náðu ekki að skora. Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks komust Norðanstúlkur aftur inn í leikinn. Þær náðu að jafna leikinn á 45. mínútu. Sandra María Jessen átti þá þrumuskot sem Mist ver út í teiginn hægra megin. Kayla June Grimsley nær frákastinu og sendir boltann út í teiginn þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kemur á ferðinni og skorar. Staðan var jöfn, 1-1, eftir fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu gestirnir af miklum krafti og komust yfir, 1-2, á 59. mínútu. Þar var að verki Sandra Jessen eftir góða sendingu frá Mateja Zver. Sandra var svo aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna og skoraði þriðja mark Þórs/KA á 62. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárfína sendingu inn í teig og Sandra réttur maður á réttum stað og skallar boltann inn. Skyndilega voru gestirnir komnir með tveggja marka forystu og virkuðu mun frískari að sjá. Breiðablik var meira með boltann en ÞÓR/KA skapaði sér mun fleiri færi. Norðanstúlkur voru ekki hættar að skora og Mateja Zver skoraði fjórða mark ÞÓRS/KA eftir góða sendingu frá Katrínu. Mateja launaði Katrínu strax með sendingu tveimur mínútum seinna. Góð sending inn á teig og Katrín renndi boltanum framhjá Ástu í markinu. Staðan orðin 1-5 eftir 81 mínútu og róðurinn orðinn erfiður fyrir heimastúlkur í Breiðablik. Lengra komust þær ekki og Þór/KA sigraði sanngjarnt 1-5 og taka stigin þrjú.Jóhann: Gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni „Ég er gríðarlega ánægður með liðið og í raun bara montinn að vera þjálfari þess núna,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, gríðarlega sáttur eftir leikinn. „Þetta small svona hjá okkur í dag. Við höfum mætt með öll hráefnin í leikina hjá okkur í sumar en einhvern veginn ekki verið að mixast þetta rétt saman hjá okkur. En þetta gekk 100% upp hjá okkur í dag en mér finnst að við hefðum átt að gera þetta oftar í sumar miðað við það sem við höfum lagt í leikina,“ sagði Jóhann og bætti við. „Við prófuðum í rauninni ekkert nýtt kannski er þetta meira að ganga upp þar sem við höfum að engu að keppa í deildinni. En vissilega er þetta gómsætt veganesti út í erfiða Evrópukeppni, tala nú ekki um ef við vinnum leikinn á laugardaginn líka,“ sagði Húsvíkingurinn að lokum.Hlynur: Seinni hálfleikur var hrein hörmung „Tilfinningin er ekki góð eftir svona leik. 1-5 lítur afskaplega illa út fyrir okkur,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Blika eftir leikinn. „Við byrjuðum vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var hrein hörmung. Það var röð mistaka í jöfnunamarkinu hjá þeim í blálokin á fyrri hálfleiknum. Markmaðurinn okkar fékk högg nokkrum mínútum áður og gerði því ekki nægilega vel í því marki skiljanlega. „Leikurinn hefði líklega spilast öðruvísi ef við höfðu farið með forystu inn í hálfleikinn. En það þýðir ekki að tala um það þar sem seinni hálfleikur var skelfilegur hjá okkur," sagði Hlynur ósáttur í lokin.Katrín: Við stelpurnar höfum verið að tala saman Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði virkilega vel fyrir sitt lið og skoraði tvö mörk og lagði annað upp. „Þetta var mjög sætt, sérstaklega þar sem við töpuðum í bikarúrslitum á móti þeim“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir eftir leikinn. „Við erum ekki búnar að gera góða hluti í sumar. Við stelpurnar höfum verið að tala saman til þess að reyna að bæta okkar leik. Þetta er síðan smella hjá okkur núna sem er allt of seint. Vonandi náum við samt að vinna ÍBV á laugardaginn og fylgja þessu eftir,“ sagði Katrín. Þú fannst þig virkilega vel í þessum leik? „Já, ég fann mig mjög vel í þessum leik. Ég var að spila á miðjunni og hef verið að finna mig betur þar heldur en frammi. Þegar ég er á miðjunni er ég meira í takt við leikinn og meira inn í spilinu,“ sagði Katrín í lokin og glotti við tönn.mynd/valli
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki