Hefur ekið 3.000.000 mílur á Volvo P1800 Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 10:45 Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina! Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina!
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira