Audi undirbýr mikla framleiðsluaukningu Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2013 08:45 Í Audi verksmiðju Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira