Hátt í fjögur þúsund gestir sáu bíl Gerlach Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 09:45 Hin sögufrægi bíll Werner Gerlach Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent
Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent