Audi kennir könum að kaupa dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 08:45 Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira