Audi Sport Quattro í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 15:45 Audi Sport Quattro er 700 hestöfl Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Klæðin verða tekin af arftaka hins fræga Quattro bíls Audi á bílasýningunni í Frankfurt sem er að hefjast. Quattro bíllinn kom fyrst frá árið 1980 og vann ófáar rallkeppnirnar og setti brautarmet í Pikes Peak fjallaklifurkeppninni árið 1987. Sá bíll var 306 hestöfl sem þótti hressilegt þá. Arftakinn er með 700 hestöfl í farteskinu sem hann bæði fær með 560 hestafla 4,0 lítra V8 vél og Hybrid kerfi. Aflið er sem fyrr sent til allra hjólanna. Bíllinn er 3,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 306 km/klst. Útlit nýja bílsins ber talsverðan keim af þeim gamla. Bíllinn er að miklu leiti smíðaður úr koltrefjum og verður því mjög léttur. Bíllinn á að geta farið fyrstu 50 kílómetrana aðeins á rafmagsafli sem kemur frá 14,1 kWh lithium ion rafhlöðum. Með þessum Hybrid búnaði eyðir bíllinn aðeins 2,5 lítrum og mengun bílsins er aðeins 59 g CO2.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent