Jepplingasala leiðir söluaukningu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 10:15 Honda CR-V selst eins og heitar lummur í Bandaíkjunum. Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent