Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2013 22:04 Mynd/Daníel Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira