Bílamarkaður Evrópu þarf 5-6 ár til að jafna sig Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 15:15 Stephen Odell forstjóri Ford í Evrópu Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent