Skoda Octavia í 4 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 08:45 Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira