400 hestafla Yaris í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2013 13:45 Toyota hefur ekki gefið mikið upp um útlit bílsins eins og sjá má hér. Margir athygliverðir og óvanalegir bílar verða til sýnis á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir minna en mánuð. Þessi mun örugglega vekja tilhlýðilega athygli, en það er ekki á hverjum degi sem Toyota smíðar 400 hestafla Yaris bíl. Ekki er vitað hversu stór vélin er í þessum bíl og harla ólíklegt að Toyota hafi troðið 8 strokka vél í húddið á honum svo skila megi öllu þessu afli til hjólanna. Líklegra er að hún sé háþrýst minni vél. Eitt er þó víst, bíllinn notast við hybrid búnað til að auka aflið og fær tvo rafmagnsmótora. Bíllinn ber nafnið Toyota Hybrid R Concept og er byggður á sömu hugmyndafræði og Toyota TS030 Le Mans hybrid bíllinn sem náði frábærum árangri í Le Mans 24 klukkutíma þolakstrinum og skilaði tveimur slíkum bílum næst á eftir sigurvegurunum frá Audi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Margir athygliverðir og óvanalegir bílar verða til sýnis á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir minna en mánuð. Þessi mun örugglega vekja tilhlýðilega athygli, en það er ekki á hverjum degi sem Toyota smíðar 400 hestafla Yaris bíl. Ekki er vitað hversu stór vélin er í þessum bíl og harla ólíklegt að Toyota hafi troðið 8 strokka vél í húddið á honum svo skila megi öllu þessu afli til hjólanna. Líklegra er að hún sé háþrýst minni vél. Eitt er þó víst, bíllinn notast við hybrid búnað til að auka aflið og fær tvo rafmagnsmótora. Bíllinn ber nafnið Toyota Hybrid R Concept og er byggður á sömu hugmyndafræði og Toyota TS030 Le Mans hybrid bíllinn sem náði frábærum árangri í Le Mans 24 klukkutíma þolakstrinum og skilaði tveimur slíkum bílum næst á eftir sigurvegurunum frá Audi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira